top of page

Tímarnir í TMSS Yoga

TMSS YOGA er kerfi sem er hannað sérstaklega til að fara djúpt inn á
öll svið líkamans. Í tímum er farið ítarlega yfir hvern líkamshluta og iðkandi þróar djúpa sjálfmeðvitund fyrir líkamsgetu sinni ásamt því að nota props rétt.

 

Iðkandi lærir meðal annars að:

 • Að nýta sjálfsnuddstækni til að losa um fasíuna og stífa vöðva.

 • Að nýta tólatækni til að einfalda æfingar og dýpka stöðurnar í leiðinni.

 • Nýta öndunartækni fyrir hvern þátt í æfingum.

 • Nota kubba sem hjálpartæki þegar við á.

 • Lærir að nota strapa í teygjum til að létta á spennu vöðvanna og fara dýpra.

 • Lærir fræðslu um stoðkerfið og hin ýmsu kerfi líkamans. 

Hvernig eru TMSS YOGA tímarnir uppbyggðir?
 

Hvert prógram er 8 skipti, 2svar sinnum í viku í 4rar vikur. Tímarnir eru kenndir
í sal með nemendum og  eru í beinni útsendingu á netrás sem hægt er að kaupa aðgang að.

(ATH: Nemendur sjást ekki í myndbandinu heldur bara kennarinn). 
 

Nemendur í sal hafa einnig aðgang að ústeningar netrásinni svo ef þeir
missa af tíma eða komast ekki þá geta þeir horft á hvernær sem er á
meðan námskeið er.

A:T:H  Video rásinni fyrir þetta námskeið er svo opin í 3 máuði fyrir iðkendur á þessu námskeiði hvort sem þeir kaupa í sal eða tíma í beinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

  

 

 

 

 

 

 

 

Ertu byrjandi eða lengra komin?

Kenndar eru æfingar fyrir öll stig í tímunum svo hver og einn getur aðlagað æfingakerfið eftir sér hvar hann er staddur.

TMSS YOGA tímar eru allskonar tímar, það er samblanda af notkun á props í tímum. T.d í einum tíma getur þú verið að gera stólaæfingar,nota strappa í teygjum og nuddrúllu, í öðrum tíma gætir þú verið að nota eigin læikamsgetu í æfingum og fara í lengri djúpslökun, svo það er mikilvægt að sækja appið og skrá sig í grúbbuna því hún  hjálpar þér að fylgjast með hvað er gert í hverjum tíma, hvaða props eru notuð og hvaða áheyrsla er í tímanum. 

Neðri partur:  tær, fætur, spjaldhryggur, mitti og mjaðmir.

Efri partur: bak, brjóskassi, hendur, fingur, háls og höfuð.

Farið verður yfir alla helstu vöðva líkamans á 4 vikna námskeiðinu,
og á 8 vikum er farið yfir alla vöðvana.


 

f70c69f6a43c07f3eb7e8864539cbc73_edited.

Upphafið er mikilvægt
Hver tími byrjar á að iðkendur jaðtengja sig og koma sér inn í umhverfið, draga athyglina að sér og sleppa því sem er fyrir utan. Iðkandi velur að vera annaðhvort sitjandi, liggjandi eða standandi. Spurt er: hvað vill líkami þinn í dag?

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um líkamann og skynja líðan í hans þegar
stundað er TMSS YOGA. 

Samhæfa öndun og hreyfingu

Unnið er markvist um hvern líkamspart fyrir sig til að ná sem besta árangri.
Lært að tengja öndun við hreyfingarnar, þ.e.a.s "samhæfa öndun og hreyfingu". sem einfaldar iðkun og losar fyrr um stirðleika og spennu í vöðvum. Iðkandinn verður meðvitaðari í tímanum á hvaða vöðva er verið að vinna með hverju sinni. 

Jógabúnaður alltaf við hendina

Í öllum æfingum er notðaður einhverskonar jógabúnaður eða ´props.´
Búnaður í hefðbundu yoga er mestmegnis yogadýna og kubbar, en í TMSS YOGA eru öll props notuð, til að mynda kubbar, strappi, nuddrúlla, bolti, jógapúði, teppi, koddi og stóll, og eru þau til þess gerð að aðstoða líkamann svo iðkandi geti aðlagað stöðurnar sem best að sér.

Aðstoð er allan tímann og líka á netinu

Í tímunum eru gerðar áhrifamiklar teygjur og léttar styrktaræfingar til að virkja vöðva líkamans. Það á það ekki bara við um stærri vöðvahópana, því farið dýpra og smæstu vöðvarnir einnig virktir. Nuddað er með mjúkri rúllu og bolta til að mýkja vöðvana og losa um fasíuna.
Einnig eru gerðar hefðbundnar yogastöður og útfærlsur þeirra til að létta og dýpka stöðuna. Síðast en ekki síst þá lærir nemandi að hlusta á líkama sinn. Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.

Sleep
Sleep

Hvað vill líkami þinn í dag?

Uppsetning tímanna:
      
 
5-10 mínútur jarðtenging og öndun
10 mínútuna mjúk upphitun og teygjur
10-15 mínútur líkamshluta æfingar 
10-15 mínútur teygjur og rúlla
20 mínútna slökun 

 • Þekking um líkama þinn og getu framkallar kraft til líkamlegar og
  sálræns bata. 

 • Mannshjartað slær um það bil 100.000 sinnum á dag og dælir blóði um kílómetra af æðum.

 • Yogaiðkun tekur þátt í flóknu kerfi mannslíkamans og opnar möguleika hans á styrk, liðleika og jafnvægi. TMSS YOGA fer dýpra inn á skilning á líkamans og kennir þér viðhorf um mikilvægi jafvægis og mildi. 

 • Heilinn inniheldur um 86 milljarða taugafrumna, sem hver um sig myndar þúsundir tenginga við aðrar taugafrumur, sem gerir hugsunum, minningum og tilfinningum kleift að myndast.

 • Yogakennsla er vanalega ekki samanblönduð af mismunandi æfingakerfi eins og í TMSS YOGA. Þú lærir meira í einum TMSS YOGA tíma heldur en venjulegum yoga tíma.

 • Í tímum í hinni hefðbundu líkamsræktarstöð eru flestar rúllu- og bolta æfingar eru einungis notaðar í lok tíma eða eftir æfingar sem  sem oft valda meiri stífni en losun vöðvaspennu og verkja.

 • Mannslíkaminn er samsettur úr um það bil 60% vatni. Vatn er lífsnauðsynlegt til að stjórna hitastigi, flytja næringarefni og fjarlægja úrgang. 

Staðreyndir um yoga og hinn stórkostlega líkama þinn

Um mig - Rakel Eyfjörð

rakel_edited.jpg
rakel_edited.jpg
Yoga Class

Ég er jógakennari með margvísleg kennsluréttindi í yogaiðkun sem ég hef nýtt mér til að þróa mitt eigið æfingarkerfi sem er skrásett TMSS YOGA ®/ Stoðkerfisyoga®. Ég er með mitt eigið podcast á Íslensku og Ensku sem kallast HugleiðsluHofið og kenni þessi dásamlegu æfingakerfi á netinu.

Þegar ég byrjaði að æfa jóga þá var ég stíf og með mikla verki um allan líkamann. Mér verkjaði sáran í liðum og vöðvum, og ég átti ég erfitt með að reima skóna sökum stirðleika.

Á þessum tíma byrjaði ég að stunda hefðbunda yogatíma.
Þrátt fyrir það breyttist ástand mitt ekki mikið. Tímarnir voru
oft flóknir, krefjandi og með mikla snerpu og ég fann mig
ekki þar. 

Ég áttaði mig einning fljótlega á að það var skortur á  aðstoð
og útskýringu á því sem við vorum látin gera í þessum tímum sem gerði það að verkum að  stoðkerfisvandi minn jókst frekar en að batna, svo ég gafst yfirleitt upp í miðju námskeiði og reyndi ég oft.

Ég ákvað því sjálf að læra þessa fornu hefð líkamlegar og andlegar iðkunar og drífa mig í yoganám. Eftir útskrift sem yogakennari vissi ég því nákvæmlega hvernig kennari ég vildi vera, með fræðslu og uppbyggingu að leiðarljósi. 

 Í upphafi hannaði ég jógaseríur fyrir mig sjálfa og eftir hvert skipti fann ég til aukinnar vellíðan og fresli. Því lá beint við að bæta þessari persónulegu nálgun í æfingum inn í mína eigin yogakennsku. 

Í dag kenni ég mest megnis TMSS YOGA og legg ég mig fram við að veita bestu jóga- og æfingaupplifun fyrir alla þá sem eru með einhverskonar ójafnvægi í líkamanum. 
Mitt helsta markmið er að sjá iðkendur ná varanlegum líkamlegum bata með iðkun TMSS Yoga, og upplifa gleði og hamingju og auknum líkamlegum styrk og sveigjanleika sem fylgir iðkun þessari. 

 

Aldrei of seint að byrja

Námskeið og tímarnir í TMSS YOGA®  hefur umbreitt lífi hunduði nemanda og er það vinsælasta programið sem ég kenni. Það er fullkomnin blanda af anatomiu- og jógafræðum, bandvefslosun og sjálfs- sjúkraþjálfun - og það besta er að hver og einn getur sniðið æfingakerfið að sýnum þörfum í tímum og með notkun myndbanda sem er í boði.

Svo ef þér finnst þú ekki hafa verið að fá mikið út úr vernjulegum tÍmum eins og svo margir aðrir ,þá er mín tillaga að prófa nýja nálgun í æfingu . 

  Þar sem þetta er námskeið er í sal og í streymi hér á síðunni  þá þarf að skrá sig á námskeiðin sem eru væntanleg, þarft samt ekki að bíða eftir að það byrjar þú því þú færð aðgang að myndbanda safni og getur byrjað strax að æfa og svo verið með í tímum líka þegar þeir byrja.

Ég þakka þér fyrir áhuga þinn á TMSS YOGA og ég hlakka til að hjálpa þér að komast nær markmiðum þínum.

 

Rakel Eyfjörð 
Stofnandi YohaHofið ehf /TMSS YOGA® 

Eitt að lokum- flestir sem byrja í einhverskonar æfingum vilja fá árangur strax og vilja æfa sinnulaust í klukkustund og jafnvel æfa á hverjum degi, það má alveg og vissulega ekki slæmt fyrir suma ,en ég hvet þig að byrja hægar og einbeita þér í 10-20 mínútur á dag, stundum er skuldbindingin ein of mikil- svo orðatiltækið góðir hlutir gerast hægt á vel við ,æfingar er ekki spretthlaup að markmiðum sínum heldur langhlaup.

 

Aðgangur í Yoga Nidra 

Yoga Hvíld

MP3 / 2500 kr Virði / FRÍTT

Aðgangur að Yoga Nidra slökun hljóðbók. Yoga Nidra, oft nefnt "jógískur svefn",sem er öflug æfing sem leiðir þig í gegnum ástand djúpstæðrar slökunar á meðan þú heldur vakandi meðvitund. Nidra okkar býður upp á róandi blöndu af hugleiðslu með leiðsögn og líkamsskönnun sem er hönnuð til að róa hugann, losa um spennu og stuðla að almennri vellíðan, hvort sem þú ert að leita að léttir frá streitu, betri svefni eða aukinni tilfinningu af innri friði, Yoga Nidra er mildt en samt öflugt tæki sem getur stutt þig á leið þinni að heildrænni vellíðan."

Tímar í beinni

 • Vertu með í jógatímanum í beinni útsendingu

 • Hefur aðgengi í videomöppur á meðan námskeið stendur

 • Veitir meira frjálsræði að mæta þegar þú getur og getur æft hvar sem er  með aðgegni. 

Fyrir byrjendur og lengra komna

Appið :Sameiginleg grúbba - aðgegni í aukaefni

★★★★★
"Rakel er bara frábær "

Tímarnir hjá Rakel eru frábærir! Hvort sem þú ert nýr í jóga eða vanur iðkandi, þá eru tímarnir hennar sérsniðnar að henta öllum. Rakel tryggir skýrleika með ítarlegum útskýringum og býður upp á breytingar allan tímann. Auk þess er hún alltaf til staðar eftir kennslustund til að svara öllum langvarandi spurningum. Djúpstæður skilningur hennar á líkamseðlisfræði og hreyfingum eykur námsupplifunina.

-Sigríður 

★★★★★
"frábær reynsla"

Ég hef sótt 8 námskeið í sal og 2 skipti á netinu með TMSS YOGA og ég er núna á þriðja námskeiði á netinu. Það hefur sannarlega umbreytt lífi mínu. Þökk sé þessari reynslu,ég orðin mun meðvitari um sjálfan mig og með fulla kistu af verkfærum til að nota í daglegu lífi. Ég hef ekki aðeins séð framfarir í æfingum, heldur hefur hvert augnablik sem ég eytt í tímum hefur verið ótrúlega skemmtilegt og é hef kinnst frábærum hópi af fólki. Ég býst spennt við að taka fleiri námskeið í framtíðinni.

-Erla Kristín

★★★★★
"mæli með þessu"

Ég mæli eindregið með TMSS YOGA fyrir alla sem vilja víkka sjóndeildarhringinn með aðgengilegu, hnitmiðuðu og hraðskreiðu námi. Námskeiðin veita skýrar útskýringar,  æfingar sem auðvelt er að framkvæma og vel hannaðir tímar, þar á meðal myndböndin, sem endurspeglar fyllstu fagmennsku. Kennsla Rakelar er sannarlega merkileg, hún býður upp á stuðning við allar spurningar eða óvissuþættir sem upp kunna að koma.

-Haraldur

★★★★★
"takk fyrir mig ,love it "

Fræðslan sem veitt er, er bæði skýr og viðeigandi, afhent á vinsamlegan,skemmtilegan hátt  og aðhald og stuðningur frá henni Rakel er í tímum. Að taka þátt í námskeiðum og tímum  sem TMSS YOGA býður upp á er mikilvæg tegund af sjálfumhyggju og sjálfsvirðingu fyrir mig.

-Magnea ósk

★★★★★
"betri framfarir"

Ég hef verið í jóga í nokkur ár, en sveigjanleiki hefur ekki verið auðvelt fyrir mig. Hins vegar, eftir aðeins fjögurra vikna að námskeið í TMSS YOGA, er ég himinlifandi að sjá verulegar framfarir. Ég er virkilega spennt fyrir framförum mínum og elska þær alveg!

-Guðlaug stefánsd

★★★★★
"ekkert grín að eldast"

Nýlega var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að leggja af stað í að æfa. Núna 65 ára  var alltaf farið að vera erfiðara að labba og skokka. Hins vegar, eftir aðeins fjórar vikur, get ég nú þegar fundið fyrir verulegum framförum,öll svo miklu svegjanlegri. Mér líður svo miklu betur um allan líkamann. Án efa myndi ég mæla með þessari upplifun fyrir hvern sem er - hún er sannarlega lífsbreytandi.

-Sunna Eva

bottom of page