top of page

Stoðkerfisjóga byrjar 30.ágúst í Danskólanum Step í Sunnuhlíð 12

Updated: Dec 8, 2023

Það eru góðar fréttir fyrir veturinn, Danskólinn Step mun hýsa YogaHofið í vetur og fram á Vor.

Eru 2 salir í boði sem hægt er fá afnot af ef ekki er almenn kennsla í Danskólanum. Guðrún eigandi Danskólans tók vel á móti mér með hressu viðmóti og hlýleika. Hún kenndi mér á það sem ég þurfti að læra á fyrir nemendur mína - eins og ljósabúnað og hátalarakerfið gott er að vita að báðir salirnir eru fallegir og hlýlegir enda er danskólinn allur nýr svo er Guðrún líka með fallega útgeislun.

Ég hlakka til vetursins og er þakkláta að fá afnot að þessum fagra sal meðan framkvæmdir eru í húsinu.

Ekki er búið að taka ákvarðanir um aðra tíma að svo stöddu enda nóg að gera með að færa sig um set og starta á ný eftir langt sumarfrí.

Ég tek fagnandi á móti vetrinum.


44 views0 comments

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page