top of page

Allt um TMSS YOGA 

TMSS YOGA® er fyrst og fremst jóga kennsla en með mun breiðari útfærslu en hefðbundið jóga. Það er einbeitir sér að dýpri faglegri fræðslu um almenna líkamlega heilsu og ásetur sér að afla sér stanslaust þekkingar í þeim efnum og nota í kennslu, til almennra heilsufræðslu í videoformum,hlustun og rituð blog, einnig eru hlaðvörp í hugleiðslum og fræslu. Það er tekið það besta úr fornri jógaiðkun og sameinað að nútímavísindum og tækni til að veita nemendum raunveruleg tækifæri til að læra sjálfbata.

 

TMSS YOGA®  er í eigu YogaHofið ehf sem er starfrækt jóga- fræðslufyrirtæki  sem var stofnað  2019 af Rakel Eyfjörð og er skrásett vörumerki.

TMSS YOGA® er með flest allt efni á netinu en ef það er kennt í sal með nemendum þá í beinn útsendingu hér á netrás fyrir iðkendur. Sumt efni er frítt og annað er með keyptum aðgangi.

Ítarleg skoðun á TMSS YOGA tíma og námskeið
 Tímarnir eru ekki hefðbundir jógatímar heldur röð af æfingarkerfi úr ýmsum áttum til að vinna með stoðkerfinu.

Um Stoðkerfsjóga

Hugmyndafræði tímanna

 

Þegar stoðkerfið er komið í klípur þá er oft ekki gott að vera í erfiðis tímum sem innhalda mikla snerpu, eins og spinning,bodypump,lyftingar eða þessháttar. Allt eru það góðir tímar en ekki fyrir líkama sem er jafnvel að stíga sín fyrstu skref eftir langt frí frá hreyfingu, jafnvel eftir  meiðsl á líkamanum eða jafnvel andlegt burnout.

Þegar stoðkerfið er komið í lás og taugakerfið jafnvel á núlli þá þarf að fara varlega af stað á ný. Einhver hreyfing getur jafnvel verið kvalafull og þá þarf að vinna sérstaklega með það fyrst áður en haldið er af stað í æfingar sem innihalda snerpu.Flestir leita þó í að fara í snerpu æfingar og  athafast í erfiðum styrktar æfingum og fá jafnvel lítið sem ekkert aðstoð í tímum eða  fá jafnvel ekki dómgreind kennarans að passa upp á sig eða personulega nálgun.

Það skaða jafnvel stoðkerfið meira ,veldur meiri verkjum og jafnvel ennþá erfiðara að byrja upp á nýtt.

Verkir í stoðkerfi líkamans getur oft leitt af sér aðra kvilla eins og streitu, ofþreytu, minnisleysi, svefnvandamál ,stífleika og einbeitingarskort.

Í  TMSS YOGA/Stoðkerfisjóga eru kenndar góðar æfingar til þess að draga úr áhrifum verkja í stoðkerfinu og ná því betur að fá slökun í og um líkamann, og auka bónus er að hann styrkist í leiðinni.  Með því að skoða getu líkamans hverju sinni í æfingum lærir þú að hlusta á líkama þinn -hver er getan þín í dag og sýna honum mildi.

Tímar og námskeiðin hafa hlotið vinsælda og er að bera mikinn árangur á iðkendum bæði í tímum og eftir námskeið.

Þessir tímar eru hannaðir fyrir alla og ekki síst fyrir þá  sem vilja fá að kynnast sér og getu sinni á ný.

 

Tímarnir í sal og í beinni útsendingu 

Hver tími byrjar yfirleitt á að jaðtengja sig og koma sér inn í umhverfið sitt og draga athygglina að sér,

því það er mikilvægt að skilja það sem er fyrir utan okkur sjálf fyrir utan og vera meðvitaður í líkamanum þegar við æfum.   Upphitun er mikilivæg svo hitað er léttilega upp fyrir lotur og tengja öndun við hreifingar, léttar og styrkjandi æfingar eru gegnum og lögð er áheyrsla á að samhæfa öndun og hreyfingu gegnum tímann.  Unnið er markvist að hverjum líkamsparti bæði með æfingu og fræðslu til að tengja þig inn á líkamann inn betur.  

Notað er yoga props (kubba,strappi,nuddrúllu,bolta og stól) sem þú lærir að nota rétt til að aðstoða líkaman sem best í æfingum og einnig svo  þú getir aðlagað stöðurnar sem best að þér.  Í tímunum eru gerðar góðar tegju æfingar til að losa um stífleika í liðum og vöðvum,léttar styrktar æfingar til að virkja  innstu vöðva líkamans ,nudd með mjúkri rúllu/bolta til að losa um fasíuna og mykja þreyttann líkama og síðast en ekki síst þá lærir þú að hlusta á líkama þinn hverju sinni og sýna þér myldi.

 Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.

En vert er að vita að hver tími er einstakur og eru tímarnir því aldrei eins, farið er markvist á 4 vikum í gegnum líkaman og á 8 vikum hefur þú snert á flest öllum vöðvum líkamans með hreyfingu og fræðslu.

Tímarnir eru settir upp ca svona :

  • 5- 10 mínútur jarðtengja sig/öndun

  • 10 mínútur mjúk upphitun/tegjur

  • 10-15 mínútur æfingar eftir líkamsparti

  • 10-15 mínútur tegjur/rúlla

  • 20 mínútur Slökun

 Hægt er að kaupa áskriftarleiðir á námskeiðin 4 vikur eða 8 vikur.

 HeimaÞjálfun á netinu með TMSS YOGA
 

Hittu Leiðbeinanda þinn

Heima þjálfun er aðgengilegt efni að námskeiðum,áskorunum,æfingum og fleyra hér á síðunni.  Hægt er að velja úr frábærum misjöfnum æfingaprógrömmum sem haf verið hönnuð með TMSS YOGA uppsettningum ,æfingar með  fræðslu. 

Er Heima þjálfun jáfn góð og mæta í tíma?

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, öll æfingarefnin munu stiðja við þig alla leið sama hvernig það er uppsett , sum  eru með tímasettningar og önnur eru með eins lengi og þú vilt og ítarlega er farið yfir allt bæði í videoum og rituðu máli og hægt er að hafa beint samband við kennarann hvenær sem er ferlinu. Stuðningur er einnig í grúbbu í appinu.

Tímasett efni: Klára þarf Þjálfun/verkefni hvern dag því það þarf að klára það innan ákveðna daga frá skráningu, ekki örvætta að gleyma tímanum, því þú munt  fá áminningu í símann þinn eða tölvupóstinn að klára þjálfunina/verkefnið sem er fyrir daginn og í lok tímans þarf að  merkja við > Verkefni Lokið .

Opið efni: Eina sem þarf er að skrá sig og þú klára það þegar þú vilt . Ert með óendalegan aðgang að efninu og að sama gildir að í lok tímans þarf að  merkja við > Verkefni Lokið .

Ekki gleyma að sækja appið sem veitir þér auðveldari aðgengi að öllu sem er í boði ,frítt efni,,áskrifti, blog hlaðvarp og fleira.

prófaðu eitt frítt efni í dag.

Gangi þér vel 

.

 Hægt er að kaupa áskriftarleiðir

Ég heiti Rakel Eyfjörð og hef tileinkað mér að hjálpa fólki sem glímir við ójafnvægi í stoðkerfinu, að finna betri líðan um  líkamann og öðlast betri andlegan líðann. 

TMSS YOGA (Stoðkerfisjóga ) er æfingakerfi sem ég hannaði fyrir mig sjálfa í upphafi, því ég var að búin að glíma við líkamlega verki löngu áður en ég fór í jóganám. 

Ég vann allt of mikið og var að sinna mörgu í kringum mig og tók sjáldan tíma fyrir mig til að hlúa að eigin heilsu og líkama. Ég reyndi þó stundum og fór í venjulega líkamsrækt eða fór í einherja staka tíma í ræktinni. Ég prófaði líka jógatíma en ég  fann mig ekki í neinum af þessum tímum. Tímarnir voru oft flestir mjög flóknir, krefjandi og með of mikla snerpu fyrir mig sem gerði það að verkum að stoðkerfisvandi minn jókst frekar en ná einhverjum bata. Einnig fannst mér ég ekki fá dómgreind kennarans í tímum til að fara ekki framúr mér eða gera hlutina vitlaust.

Á vissum tímapunkti í lífi mínu endað ég í líkamlega -& andlegt burnout, ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá Virk, fór í sjúkraþjálfun og einbeitti mér í fyrsta skipti að mér. Mér fannst virkilega erfitt að átta mig á því hvert ég var komin líkamlega og hvernig breyti ég því ? og  hvað tekur við núna ?

Eftir  góðan stuðning Virks og þess programs ákvað að breyta lífi mínu og gera eitthvað alveg nýtt,hugsa um mig og mína heilsun, gera allt sem ég gæti til að ná bata til að lifa betra lífi- því mig langaði ekki að líða svona um líkamann, með stanslausa verki í mjöðmun og baki,að ég get ekki klætt mig í skó hvað þá meira.Þetta líf sem ég stefndi í var lamandi.

 

Ég fór í jóganám og stoppaði ekki þar, ég ákvað að læra meira og afla mér dýpri þekkingar um mannslíkamann með nám úr ýmsum áttum til að geta hjállpað mér betur. 

Eins og nefndi í upphafi þá hannaði ég þessar jógaseríur fyrir mig sjálfa ,ég fór fljótlega að finna betri líðan í líkamanum, eftir hvert skipti fann ég betri árangur og bata, ég sértaklega fann að þetta var að virka þegar ég var ekki að gera þessar æfingar því þá komi verkirnir aftur fram.

Ég áhvað að setja þetta rólega inn í mína hefðbundu jógakennslu, nemendum fannst það skrítið í fyrstu en fljótlega fór að bera á mun betri líðan hjá þeim líka eins og mér. Sumir töluðu um að hafa aldrei liðið betur og vissir verkir og hvillar horfið sem höfðu verið að valda ama,svo ég sá að Þetta er þá að virka á fleiri en mig .  

Í dag legg ég mig fram við að veita bestu jógaupplifun fyrir aðra,hvort sem ég kenni hefðbundið jóga eða bara TMSS YOGA sem er mín nálgun af æfingakennsluformi. 

TMSS YOGA  hentar fyrir alla og ekki síst þá sem eru taka sín fyrstu skref í þjálfun eða eru með einhverskona ójafnvægi í stoðkerfinu sínu. Námskeið og tímarnir í TMSS YOGA er fullkomnin blanda af æfingum, fræðslu, bandvefslosun og sjálfs- sjúkraþjálfun og það besta er að hver og einn getur sniðið æfingakerfið að sýnum þörfum og fær að skilja getu líkama síns betur.

TMSS YOGA var mótað með hugmynd um betri líkama og með eigin áskorunum. Það felur í sér allt sem mér þykir vænt um í lífinu og mín heitasta ósk er að þegar þú stígur inn í þetta rými þá kveikir það í þér brot af eldmóðinum sem ég hef fyrir þessari iðkun og lífsmáta. Auðveldar leiðir leiða sjaldan til þýðingarmikilla áfangastaða. Aðgerðir hafa meira vald en aðeins íhugun og stöðug iðkun er hornsteinn framförum.

Jafnvægi í iðkun er máttur að bata..Balance in practice is power to get better.

Ég hlakka til að sjá þig í tíma í framtíðinni,

 

Rakel Eyfjörð
Stofnandi YogaHofið ehf /TMSS YOGA®

Yoga

Kennsluréttindi 

YogaVin .Reykjavík

Vinyasa/ 270 

Yoga vin kennara nám undir handleiðslu Ástu.

Útskirfaðaðist og lauk námi 2019 

Scott Morre.USA

Yoga Nidra/ 50

Yoga Nidra nám undir handleiðslu Scott Morre í Bandaríkjunu . Útskrifaðist og lokið námi hausið 2019 

Yoga Body. USA

Flex,fasia & musculs/ 80

CoE í Bretlandi

Law of Attraction / 150

Réttindi til kennsluaðferð og  fræði um aðdrátt jákvæðninnar.

Útskrifaðist 2021

CoE í Bretlandi

Ayurveda / 150

Réttindi til kennslufræði á Ayurveda sem er samsetning næringar og sjúkdómskvilla af þeim fræðum. Útskrifaðist 2021

Folding a Yoga Mat

Vertu í sambandi

Ertu með spurningu eða viltu vita meira um námskeið,tíma og tilboð? Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.

Þú getur líka skoðað FAQ hlutann okkar til að fá svör við algengum spurningum.

Takk fyrir að hafa samand

bottom of page