Leiga á sal
Einstakt tækifæri fyrir yoga kennara eða aðra sem starfa við samskonar ástundun sem vilja byggja upp sinn eigin æfingar hóp í öruggu,góðu og ódýru rými með allan búnað til staðar.
Hægt er að biðja um eitt skipti til leigu á vikrum dögum eða um helgar, einnig hægt að fá fasta tíma fyrir ýmisskonar námskeið og/eða viðburði.
Í salnum er pláss og búnaður fyrir 13-15 iðkendur plús kennara. Gott að hafa í huga að rýmið nýtist öðruvísi fyrir mismunandi tíma, td tímar sem nota mikinn búnað rúma færri heldur en td tímar sem nota eingöngu dýnu og kubba.
Búnaður sem leigjandi hefur aðgang að er yoga dýnur, teppi, kubbar, Yoga pullur, koddar, augnhvílur, bandvefslosunar boltar, nuddrúllur, yoga strappar og klappstólar.
Salurinn er staðsettur á Súluvegi 2, Akureyri.
Næg bílastæði beint fyrir utan og á þægilegum stað í bænum í nálægð við mörg hverfi.
Verð á leigu er mjög sanngjarnt og hægt að nálgast verðlista
með því að senda email á hnappinn.