TMSS tímarnir
Boðið er upp á námskeið 1 og 2 á Akureyri í sumar
í salnum hjá Akureyri Yoga að Súluvegi 2, og í beinni útsendingu á netinu.
Tímarnir eru tvisvar sinnum í viku í fjórar vikur hvert,
á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10:00 -11:10.
Tímarnir eru kenndir í sal með nemendum og eru einnig í beinni útsendingu á síðunni sem hægt er að kaupa aðgang að.
Allir iðkendur námskeiðsins hafa aðgang að videóum úr tímanum til að æfa þegar þeim hentar og aukalega í þrjá mánuði eftir að námskeiði líkur.
(ATH: Nemendur sjást ekki í myndbandinu heldur bara kennarinn).
Uppsetning tímanna:
5-10 mínútur jarðtenging og öndun
10 mínútuna mjúk upphitun og teygjur
10-15 mínútur líkamshluta æfingar
10-15 mínútur teygjur og rúlla
20 mínútna slökun
Slökun og hugleiðsla hjálpar þér að sameina huga og líkama, og trúðu mér - útkoman er æðisleg!
RAKEL EYFJÖRÐ
Upphafið er mikilvægt
Hver tími byrjar á að iðkendur jaðtengi sig inn í umhverfið, beina athyglinni innávið og sleppa því sem er fyrir utan. Iðkandi velur að vera annað hvort sitjandi, liggjandi eða standandi.
Spurt er: hvað vill líkami þinn í dag?
Samhæfing öndunar og hreyfingar
Lært er að tengja öndun við hreyfingarnar, þ.e.a.s "samhæfa öndun og hreyfingu". sem einfaldar iðkun og losar fyrr um stirðleika og spennu í vöðvum. Iðkandinn verður meðvitaðari í tímanum á hvaða vöðva er verið að vinna með hverju sinni.
Jógabúnaður alltaf við hendina
Búnaður í hefðbundu yoga er mestmegnis yogadýna og kubbar, en í TMSS YOGA eru öll props notuð, til að mynda kubbar, strappi, nuddrúlla, bolti, jógapúði, teppi, koddi og stóll. Þessi props eru til þess gerð að aðstoða líkamann svo iðkandi geti aðlagað stöðurnar sem best að sér.
Aðstoð í tímum og líka á netinu
Það er mikilvægt að kennarinn aðstoði iðkendur í tímum og því er kenndar margar útfærslur af æfingum svo hver og einn geti fundið leið sem hentar sér í tímanum. Það er mikilvægt að hver og einn þrói með sér tilfinningu gagnvart eigin mörkum, þannig næst bestur árangur í iðkun.
TMSS YOGA er hannað til að fara á dýpstu svið líkamans með sérsniðinni nálgun. Iðkandi þróar djúpa sjálfmeðvitund fyrir líkamsgetu sinni með því að hlúa að hverjum líkamshluta fyrir sig.
Iðkandi lærir meðal annars:
Spurt er: hvað vill líkami þinn í dag?
Hæ, ég er Rakel Eyfjörð
Ég kenni yoga sem fær þig til að verða hugfangin af því, jafnframt sem þú færð rými til að hlúa að þér á meðan þú æfir.
Ég sjálf hef lifað við kvalafullan stoðkerfisvanda í mörg ár. Fyrir nokkrum árum fann ég sjálfa mig í algeru líkamlegu og andlegu þroti, sem gerði það að verkum að ég ákvað að fara algerlega aftur á byrjunarreit til að ná bata í andlegri og líkamlegri vellíðan, sem ég hafði ekki upplifað í mörg ár. Það var greinilega ljóst að ég þurfti að læra allt að nýju, bæði í hreyfingum og æfingum.
Á þessum tíma var ég mjög langt niðurkomin. Þrátt fyrir það ákvað að reyna að byrja upp á nýtt. Síðan þá hef ég eytt mörgum stundum í að leita upplýsinga og uppgvöta hvernig ég get lagfært mig sjálfa og iðka hreyfingar dag frá degi, verkjalaus!
Ég fór í yoganám og þar lærði ég fasíu losun og hvað það þýðir fyrir heildræna velllíðan. Ég uppgvötaði töfra Yoga Nidra, Vinyasa Yoga og fleiri yogakerfa, til slökunar og endurnæringar, allt í þeirri von að búa til kerfi fyrir sjálfa mig sem ég hafði ekki fundið þrátt fyrir að hafa leitað lengi. Það var augljóst að það þurfti eitthvað mun dýpra og áhrifameira en það að endurtaka nokkrar teygjur dag eftir dag.
Í upphafi yogaferils míns hannaði ég seríur mestmegnis fyrir mig sjálfa. Eftir hvert skipti fann ég til aukinnar vellíðan og frelsi sem var stórkostleg upplifun. Því lá beint við að bæta þessari persónulegu nálgun í æfingum inn í mína eigin yogakennsku.
Í dag kenni ég mest megnis TMSS YOGA og legg ég mig fram við að veita bestu jóga- og æfingaupplifun fyrir alla þá sem eru með ójafnvægi af ýmsum toga í líkamanum.
Mitt helsta markmið er að sjá iðkendur ná varanlegum líkamlegum bata með iðkun TMSS Yoga, upplifa gleði og hamingju og finna aukinn líkamlegan styrk og sveigjanleikasem fylgir þessari iðkun.
HÉR er það sem þú færð þegar þú skráir þig
Myndbandsrás - Tímar í Beinni
fyrir þá sem eru í sal (9.950 kr)
Yoga Nidra hljóðbók (2.500 kr)
Aðgangur í 3 mánuði eftir námskeið á myndbandsrás (29.850 kr)
30 uppskriftir ásamt sem minka bólgur
(2.500 kr)