TMSS Yoga
er Stoðkerfisyoga sem hjálpar þér að byggja upp styrk,
auka hreyfigetu og bæta vellíðan.
EINS OG SVO MARGIR:
Ertu að leita að réttri leið sem mun loksins hjálpa þér að líða betur í eign líkama?
Kannski hefur þú nú þegar prófað margar útfærslur af yoga, æfingarprogrömm, fasíulosun og fannst það virka - í smástund,
að minnsta kosti. En verkirnir snéru við aftur, herskárri en fyrr,
og í þetta skipti fannst þú fara aftur á byrjunarreit - og jafnvel
ekki í fyrsta skipti.
Svo kemur að annarsömum degi og líkaminn stirðnar og spennist, og verkirnir koma hratt aftur, þá er fátt annað sem kemst að en
þessi gamalkunna hugsun:
Áður en þú missir alla von þá þarftu að vita að þú þarft ekki að
sætta þig við stöðuga verki.
Það er til lausn.
"Mun mér líða svona það sem eftir er?"
TMSS Yoga stendur í fararbroddi í iðkun og æfingum.
Það skapar jafnvægi í líkama og huga með að blanda saman fræðslu, æfingum og hugleiðslu.
Er þetta það sem þú hefur verið að leita að?
Er líkami þinn oft stirður og stífur?
Áttu erfitt með að einbeita þér og áttu erfitt
með svefn?
Hefur þú orðið fyrir áföllum sem skapa mikla
spennu í líkama þínum?
Ertu með verki í mjöðm og baki og ekkert hefur hjálpað þér hingað til?
Ef þú svarar einhverjum af þessum spurningum játandi, þá ertu á réttum stað.
NÝ OG HEILBRIGÐARI ÞÚ
Léttu á spennu og verkjum, í eitt skipti fyrir öll!
TMSS YOGA virkar, svo segja margar reynslusögur frá nemendum og mér sjálfri.
Þú munt fá verkfæri til framtíðar til að hlúa að sjálfri þér og sýna þér nákvæmlega hvernig þú getur hreyft þig rétt til að losa um stirðleika og spennu.
Í þetta skipti æfum við öðruvísi
og tökum á stærri hlutum.
ENDURVEKTU ÁHUGANN
Kveiktu áhugann á ný
til æfinga
TMSS YOGA er sérstaklega hannað fyrir stoðkerfið og er skemmtileg blanda af æfingum úr ýmsum áttum. Það er þín leið til að endurlífga yogaiðkun og vekja áhugann
á áhrifaríkum æfingum.
Þessi einstaka nálgun eykur ekki aðeins líkamlega vellíðan heldur einnig nýja tilfinningu, ástríðu og hollustu við iðkun, hvort sem yoga eða annarskonar æfingar er um
að ræða.
Aukin þekking um stoðkerfið mun gera þér kleift að skilja getu líkama þíns.
SLAKUR LÍKAMI - TILBÚINN FYRIR DAGINN
Slökunræfingar sem losa
um spennu og stirðleika
Milt TMSS YOGA og leiðsögn um öndun og núvitund, verður að hvatningu til að losa um uppbyggða streitu sem gerir líkama þínum kleift að slaka á að fullu á meðan æfingum stendur, og eftirá.
Spennulosun er oft týndi hlekkurinn í vellíðan til frambúðar í líkaman.
Þegar þú tekur þátt í æfingum muntu fljótt taka eftir breytingum í átt að slakara líkams- og hugarástandi.
Hæ, ég er Rakel Eyfjörð
Ég er Yoga kennari sem er heltekinn af uppbyggingu líkamans og mátt hans til sjálfslækninga.
Markmið mitt er að fræða iðkendur með mildri nálgun á æfingar sem slaka á vöðvum og gefa þér tíma til að tengja þig aftur við líkama þinn. Með áframhaldandi iðkun færðu gjöf andlegrar- og líkamlegar vellíðunar til framtíðar.
Rétt verkfæri eru svo mikilvæg fyrir einfaldar yogahreyfingar og samtímis að læra hvernig líkaminn er í eðli sínu. Hreyfing er svo miklu meira en líkamlegt ástand, við gleymum svo oft andlegu hliðinni, hinu sönnu tengingu við sjálfið. Að auka meðvitund á líðan okkar með réttu yogakerfi getur vel verið lykillinn sem þú hefur verið að leita að.
TMSS YOGA er mín nálgun á æfingum og er úr ýmsum áttum: Vinyasa yoga, bandvefslosun, djúptegjur, stólaæfingar og hugleiðsla svo eitthvað sé nefnt - en líka líffræði og sjálfs-sjúkraþjálfun, því ég tel að það sé það sem okkur hefur vantað með hreyfingu til betri líðan.
Líkami og hugur er eitt, og aðeins með því að beita athygli að báðum þessum þáttum þá getur okkur liðið miklu betur dag frá degi án þess að fara aftur á kvalafullan byrjunarreit.
Ég býð þér að koma með í skemmtilegt og áhugavert ferðalag í æfingum og yoga, ég bíð spennt eftir að kynna þig fyrir nýrri leið til að uppgvöta sjálfa þig og læra þetta stórbrotna kerfi.
Með kærleika,
Rakel Eyfjörð