top of page
Listening to Music

Yoga Nidra 

Vissir þú að það er til yoga stíll sem felur bara í sér að slaka á líkamanum, á mottu, teppi eða jafnvel rúminu þínu?

 Yoga Nidra þýðir Yogasvefn og er ævaforn aðferð til að sameina líkama og huga í endurnærandi djúpslökun. Það besta við þennan Yoga Nidra er að 30-45 mínútur af leiddri hlustun geti verið á við
fjögurra tíma svefn.

Það þarf enga fyrri reynslu af yoga eða hugleiðslu iðkun fyrir Yoga Nidra. Kostirnir eru að það geta allir gert gert það. Djúpslökun hefur góð áhrif á stoðkerfið  og ekki síst fyrir fólk sem er að takast
á við áfallastreitu, þunglyndi, kvíði og svefnleysi svo eitthvað
sé nefnt.

Ef þú ert tilbúin að minnka streitu í líkamanum með stöðulausum æfingaaðferðum, þá býð ég þér að uppgötva heilunarmátt Yoga Nidra.

Yoga Nidra Hljóðbók

Yoga Nidra námskeið 

Nánari skoðun

Iðkandi kemur sér vel fyrir liggjandi:

Gott er að koma sér fyrir í þægilegri stöðu áður en hlustun hefst svo líkamanum líði allan tíma.Legið er í "corp pose"  á bakinu og gott er að setja púða undir hné til að létta á spjaldhryggnum, þunnann kodda eða teppi undir höfuð, hendur lyggja með síðu og lófar vísa upp.

Gott er að hafa teppi til að verða ekki kalt.

Tenging inn í hlustun:

Leiðbeinandinn byrjar á að leiða þig inn í öndun, tengja þig við sjálfið þitt í núið. Þú finnur hvernig líkaminn slakar á og hugurinn fer að róast, skynjun hlustunar verður dýpri, ferð að draga athygglina að þér í stundinni. Ásettningur fyrir djúpslökuninni er gerð og er hún breitileg hverju sinni fyir hvern iðkanda. Hvað er það sem þú þarft núna.

Líkamsskönnun:

Leiðbeinandinn leiða hugsun þína um líkamann, dregur athyggli þína að hverjum líkamsparti fyrir sig.Færð dýpri tengingu við sjálfið þitt og núið. Þú finnur hvernig allur líkaminn verður meira slakur á meðan þú fylgir hlustun.

Hlustun um víðan völl:

Leiðbeinandinn leiða hugsun þína um aðra staði eftir líkamsskönnun og er það misjafnt eftir hverri Nidru. Það gæti verið til að fá meiri slökun,meiri skilning,meiri orku eða göngusaga. Hvað sem Nidran er þá er hún til að hjálpa undirmeðvitundinni að vinna úr streitu. Enginn leiðbeinandi er með sömu Nidrur þó sumar hverjar eru líkar.

Að endingu: Þögn. 

Leiðbeinandinn gefur iðkanada tíma til að hvílast á hlustun í um 5-10 mínútur. Sumir ná það mikilli slökun á þeim tímapunkti að þeir fljóta um í tíma og rúmi í huganum meðan aðrir jafnvel sofna. Það er enginn rétt eða röng aðferð í Yoga Nidra, sumir þurfa meiri hvíld en aðri minna og að sofna er bara gott, það var einmitt það sem líkami og hugur þurfa í það skipti.

Falleg orð frá iðkendum:

★★★★★

YOGA NIDRA KOM MÉR Á ÓVART 

Ég hafði verið á námskeiði í TMSS YOGA og vildi prófa Nidra því ég var búin að heyra að það hjálpaði við að ná betri slökun.
Rakel er bara frábær kennari, röddin hennar tók mig alla leið inn í sjálfið og átti ég mun auðveldara en ég hélt að ná djúpslökun. Ég hef sótt nokkur námskeið hjá henni í sal og það klikkar aldrei að ég næ hratt slökun á hug og líkama.
Takk fyrir mig og takk fyrir þetta frábæra námskeið núna á netinu.


-Kristbjörg

bottom of page