top of page
IMG_20220624_193449_Bokeh~2 (2).jpg

Um mig - Rakel Eyfjörð

Ég er með mitt eigið podcast á íslensku og ensku sem kallast "HugleiðsluHofið / Meditation Temple" og kenni þessi dásamlegu æfingakerfi á netinu. Heimasíðan býður upp á margvísleg námskeið sem inniheldur TMSS YOGA nálgun.

Ég er yogakennari og er með margvísleg kennsluréttindi sem ég hef nýtt mér til að þróa mitt eigið æfingarkerfi sem er skrásett TMSS YOGA ®/ Stoðkerfisyoga®.

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram

Sagan mín

Áður er ég hóf mitt yogaferli þá vann ég allt of mikið og tók sjáldan tíma til að hlúa að eigin heilsu og líkama.
Ég reyndi þó stundum, fór í venjulega líkamsrækt og allskonar tíma. Ég prófaði líka yogatíma því ég var búin að heyra að það væri svo gott fyrir mig, en ég  fann mig ekki í nenum af þessum tímum. Tímarnir voru flestir mjög flóknir, krefjandi og með of mikla snerpu sem gerði það að verkum að stoðkerfisvandi minn jókst frekar en ná einhverjum bata. Í flestum tímum fannst mér vanta aðstoð kennarans svo ég færi ekki framúr mér og gerði æfingarnar á réttan hátt.

Á vissum tímapunkti í lífi mínu endað ég í líkamlegri og andlegri kulnun.  Ég leitaði mér aðstoðar hjá Virk, fór í sjúkraþjálfun og einbeitti mér í fyrsta skipti betur að sjálfri mér. Mér fannst erfitt að átta mig á því hvert ég var komin líkamlega og hvernig ég gæti breytt því og hvað tæki
svo við.

Rakel Eyfjörð walking a mountein
Rakel Eyfjörð out side

Eftir  góðan stuðning Virks og þau prógröm sem þau buðu mér, ákvað ég að breyta lífi mínu og prófa eitthvað alveg nýtt og gera allt sem ég gæti til að ná bata til að lifa betra lífi.  Ég var komin með nóg af því að líða svona í líkama mínum, með króníska verki í mjöðmun og baki. Ég gat ekki klætt mig í né  reimað skó án þess að fá verki. Þetta líf sem ég stefndi í var algerlega bugandi og ég þurfti breytingar til bata.

 

Ég ákvað að fara í hefðbundið yoga nám. Það nám opnaði augu mín fyrir nýjum og spennandi möguleikum fyrir heilsu og vellíðan. Eftir það lá það beint við að halda áfram að afla mér dýpri þekkingar um mannslíkamann með
námi úr ýmsum áttum.  
Eins og ég nefndi í upphafi þá hannaði ég þessar jógaseríur fyrir mig. Ég fór fljótlega að finna árangur og  betri líðan í líkamanum. Ég fann það fljótt á líkama mínum að þegar ég sló slöku við æfingarnar komu verkirnir aftur. 

Ég ákvað að yfirfæra jógaseríuna mína hægt og rólega
inn í mína eigin kennslu. Það var fljótlega ljóst að iðkendur fundu mun betri líðan og voru ekki eins uppgefnir. Þeir töluðu um að hafa aldrei liðið eins vel eftir æfingar og vissir verkir og kvillar voru ekki til staðar lengur, verkir sem höfðu verið að valda vanlíðan til langs tíma.

Ég sá að æfingaserína mín var að virka fyrir fleiri en mig.

 

Í dag legg ég mig fram við að veita bestu æfingaupplifun fyrir aðra, hvort sem ég kenni hefðbundið jóga eða TMSS YOGA sem er mín nálgun af æfingakennsluformi. 

Tímarnir og námskeiðin í TMSS YOGA hafa umbreytt lífi hunduði nemanda og það er vinsælasta kerfið sem ég kenni. Það hentar fyrir alla og ekki síst þá sem eru taka sín fyrstu skref í þjálfun eða eru með einhverskona ójafnvægi í stoðkerfinu. Það er fullkomnin blanda af anatómiu- og jógafræðum, bandvefslosun og sjálfs- sjúkraþjálfun. Það besta er að hver og einn getur sniðið æfingakerfið að eigin þörfum í tímum eða með notkun myndbanda sem eru einnig í boði.

Rakel Eyfjörd teching in school
Rakel Eyfjörð doing yoga in the forest

Námskeiðin mín í TMSS YOGA ásamt öðrum námskeiðum eru nú loksins fáanleg á netinu og byggjast öll á TMSS YOGA æfingaformi. TMSS YOGA var mótað sem hugmynd um betri líkama og með eigin áskorunum. Það felur í sér allt sem mér þykir vænt um í æfingum. Mín heitasta ósk er að þegar þú stígur inn í þetta rými þá kveikir það í, jafnvel brot af eldmóðinum sem ég hef haft fyrir þessari iðkun
og lífsmáta.

 

Ef þér finnst þú hafa öðlast lítinn árangur í hefðbundum yogatímum eins og svo margir aðrir, þá er mín tillaga að
þú prófir TMSS Yoga
 nálgun.

 

Ég þakka þér fyrir áhuga þinn á TMSS YOGA og ég
hlakka til að hjálpa þér að komast nær markmiðum
þínum í nánari framtíð.

Rakel Eyfjörð
Stofnandi YogaHofsins ehf /TMSS YOGA®

Auðveldar leiðir enda sjaldan á stórbrotnum áfangastöðum. Framkvæmdir hafa miklu meira vald og stöðug iðkun er hornsteinn framfara.

Teaching qualification 

YogaVin .Iceland

Vinyasa/ 270 

Yoga  teacher training under the guidance of Ástu.

 Graduated and finished the  studies in 2019 

Yoga Body. USA

Flex,fasia & musculs/ 80

Yoga study in  fascia release, muscle relaxation and joint softening. 

Graduated and completed studies in 2020

CoE in Britain

Law of Attraction / 150

Rights to the teaching method and  theory of Law of attraction and  positivity.

Graduated in 2021

bottom of page