top of page

Hvað er að frétta í TMSS Yoga !

Kæru yoga iðkendur


Þegar við höfum nú stígið inn í árið 2025 þá vil ég gefa mér augnablik til að þakka ykkur öllum sem æfðu með mér á síðasta ári, bæði á netinu og í sal. Þetta hefur sannarlega verið einstakt ár fyrir mig þar sem fyrtækið mitt Yogahofið breitist í aðgegni að vörumerki TMSS Yoga- vörumerki fyrri stoðkerfisjógað sem ég hef kennt í sal undanfarin ár. Einnig var farið í fleiri nettíma og í beinni á netinu og fækkað persónulegum tímum í kennslu í sal á Íslandi.


Ég er spennt að segja frá því að ég er núna að læra fyrir 300 stunda jógakennaravottunina mína og einnig að kafa djúpt í aukanám hér á spáni sem heitir kundalini energy system facilitator eða orku vakning og er áætlað að ég ljúki því í lok júní 2025.

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki boðið upp á nettíma eða myndbönd í vetur eins og ég upphaflega hafði skipulagt en áherslan mín núna er að klára námið svo ég geti byrjað að kenna og hanna ný námskeið og taka upp videa sem eru frí fyrir ykkur,,já og ásamt því að hefja nettíma í gegnum TMSS Yoga.


Bráðum mun ég birta efni um orkuvakningu – hvað það er og hvernig það getur aukið iðkun þína, stutt bæði líkamlegan og tilfinningalegan vöxt þinn. Ég er líka að byrja að taka upp nýjar hugleiðslur og mun láta þig vita þegar hægt er að njóta þeirra ókeypis á netinu.


Ég sendi ykkur öllum kærleiksrík skilaboð og ég þakka ykkur öllum fyrir að vera hluti af þessari ferð.

Höldum áfram að vaxa samanþangað til næst


Kærleiks knús

Rakel Eyfjörð

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page