top of page

Endurkomu hugleiðing um fyrstu vikuna í kennslu á TMSS Yoga í sal og í beinni.

Vika endurtengingar og lærdóms


Rakel Eyfjörð Techer talking to the camera

Þegar ég steig aftur inn í hið kunnuglega rými hjá Akureyri Yoga eftir árslangt hlé, færðist yfir mig gamalkunnar tilfinningar og spenna. Ferðalagið að endurnýja tengslin við ástríðu mína fyrir TMSS Yoga kennslu hófst að nýju, að þessu sinni með þeirri aukni áskorun að innleiða streymistækni í kennslustundirnar fyrir alla sem vilja vera með í tímum.Hafði ég boðið upp á þessa tækni áður en þá einungis fyrir þá nemendur sem voru í salnum. Eftir nokkrar ábendinagar frá fólki sem hafði áhuga að vera með í tímum en gat ekki vegna tímasettningar og staðsettningu ( á Akureyri) tímanna varð þetta rauninn-að setja tíma í rauntíma í streymi-í Beinni.


Fyrsta vikan við kennslu var blanda af áskorunum og gleði, gleði við að leiðbeina nemendum í æfingarferð sinni á ný bæði í eigin persónu og í beinn og áskoranir með tæknilega hluti.


Camera and computer

Fyrstu vikan fyrir nemendur var að draga athyggli sína að sér í æfingum, skoða líkamsfærni og getu sína í hreyfingu, að tengja saman hreyfingu og andardrátt.

Fyrsti tíminn gekk ágætlega, smá stirðleiki hjá mér að kenna á ný þó svo að ég kunni TMSS kerfið utanbókar þá kom stress að gleyma sér og hvað skal gera í tímanum sem er alls ekki óvanalegt eftir langt frí við kennslu. Nemendur/iðkendur voru forvitnir og áhugasamir og gamalkunna tilfininginn við kennslu kom fljótt aftur. Ég fann taktinn við kennsluna á ný og gleymdi því sem ég hafði áhyggur af í upphafi,að ég myndi gleyma hvað ég væri að gera.


Bara frábært að gleyma því að gleyma sér 😊Hinsvegar, eins og búist má við þegar tæknin er blandað saman við kennslu, voru nokkur hiksti á leiðinni. Tæknileg vandamál með að staðsetja sig í salnum fyrir mynd og svo staðsettningu myndavélar ,hvar er best að vera svo allir sjái mig vel þá bæði í salnum og í mynd.

Það er mikið atriði að vera með góða byrtu og lýsingu fyrir mynd og að hljóð sé í lagi svo iðkendur í beinni séu að finna upplifun sína inn í kennsluna.

Það er svo margt að skoða og læra þess fyrstu viku og hvert skerf ef lærdómur og þessar áskoranir voru aðeins tækifæri fyrir mig til að vaxtar og finna lausn vandmála því það er alltaf hægt að gera betur.


Þegar leið á vikuna fann ég aftur fljótt taktinn við kennslu og upplifði á ný þessa yndislegu gleði sem fæst við að deila ást minni á TMSS Yoga með öðrum.

🌿

Að sjá nemendur mína taka þátt í æfingunni, hvort sem þeir eru í eigin persónu

eða í gegnum skjá, fyllti mig tilfinningu um tilgang og lífsfyllingu.Rakel Eyfjörð doing some yoga pose for video

Annar tími gekk mun betur og var ég búin að færa myndavél á nýjan stað þar sem byrtan var ekki nógu góð á hinum staðnum og nemendur í salnum sáu mig ekki nógu vel svo öll uppröðun var breytt á ný fyrir tíma 2. Gekk sá tími vel og upptakan ágæt en bæta þarf úr lýsingu enn og aftur sem verður gert fyrir næstkomandi tíma.Upptökur hófust einnig í vikunni fyrir aukaefni fyrir þá iðkendur námskeiðsins sem heppnuðust misvel en kláraðist að gera 3 video eru nú í vinslu hjá editor fyrir byrtingu.


Þegar ég lít til baka á fyrstu vikuna mína í kennslu eftir árslangt hlé, fyllist ég þakklæti fyrir tækifærið til að snúa aftur til þess sem ég elska. Áskoranirnar sem stafa af samþættingu streymistækni virkuðu sem dýrmæt lexía í aðlögunarhæfni og vandamálalausn, sem minnir mig á mikilvægi þess að taka breytingum og vexti á öllum sviðum lífsins.Rakel Eyfjörð Doing resting pose in video

Þegar ég held áfram á þessari ferð enduruppgötvunar og endurtengingar er ég spennt að sjá hvert það mun leiða mig og nemendurna sem ganga þessa leið með mér. Hver kennslutími er nýtt tækifæri til að læra, vaxa og dýpka iðkun okkar bæði á og utan mottunnar.Ég er þakklát fyrir stuðning nemenda minna, seiglu eigin anda og umbreytandi kraft æfingarprógramsins TMSS Yoga við að leiða okkur aftur til okkar sjálfra- ein hreyfing í einu og einn andardrátt í einu.


❤️Takk fyrir góða viku❤️


🌿Kæri lesandi

Um leið og ég lýk þessum kafla á blogginu mínu vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir tíma þinn og nærveru. Stuðningur þinn er mér mikils virði og ef þú hafðir gaman af lesningunni og HugleiðslHofinu, sendu mér hjarta eða skrifaðu athugasemd í bloggið,íhugaðu að gerast áskrifandi fyrir meira. Skuldbinding þín er kjarninn í þessu samfélagi.


Þakka þér fyrir að vera hluti af þessu ævintýri með mér.


Með þakklæti,

Rakel Eyfjörð

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page