top of page

Hvaðan kemur hugmyndin um nafnið YogaHofið ? Af litlum neista varð ljós

Updated: Feb 6

Það byrjaði allt með litlum neista sem ég leyfði að setjast að í huga mínum og hjarta. Neistinn varð að ljósi sem ég ákvað að hlúa að og skoða frá frá öllum hliðum.



falleg ljósapera með hjarta af hugmynd yogahofid

Ég leyfði ljósinu að lifa, án þess að dæma það og þær hugmyndir sem

kviknuðu samfara því. Ljósið tók að skína skærar og það fékk frið til að vaxa.

Eftir eins árs meðgöngu, þá fannst mér vera kominn tími til að taka næsta

skref. - Það var að fara yfir í framkvæmdina. Ég skal alveg viðurkenna að ég þurfti nokkrum sinnum að ýta í burtu efasemdum innra með mér. Þær spruttu upp

með spurningum eins og...hvað ef....... En ég minnti sjálfa mig á að dæma ekki,

heldur líta á þetta sem ævintýri sem gæfi mér tækifæri til að gera eitthvað

alveg nýtt og í leiðinni þroska mig. Leyfa fræinu að spíra.




Hvaðan kom nafnið YogaHofið?


tær í grasinu

Ég var búin að velta fyrir mér ýmsum

nöfnum sem mér fannst alveg geta átt við verkefnið mitt. Það var samt ekkert

sem hitti mig í hjartað og ég lagði þetta frá mér um stund.

Svo gerðist eitthvað þegar ég var í Yoga

tíma hjá einni sem útskrifaðist með mér úr Yoga náminu.


Við vorum úti á grasbletti hjá henni berfættar að iðka yoga í fallegu veðri. Í lok tímans í Savasana (slökun) þá birtist nafnið í huga mér, svo sterkt að ég gat ekki hætt að hugsa um það eftir tímann.


Fyrir mér var það svo skýrt,YogaHof eða

YogaHofið og fór ég að taka það í sundur og skoða meiningu þess.

YogaHofið vörumerkið logo

Orðið Yoga þýðir "sameining"

eða að "sameina" og er talað um að sameina líkama og huga.

Orðið Hof þýðir "guðshús"

samkvæmt orðabók Menningarsjóðs, en fyrir mér var það "sál" , minn

innri staður til að hlúa að sér sjálfum.

Orðið YogaHofið er því fyrir mér í

þessari meiningu =sameining líkama huga og sálar. Þinn innri staður til að hlúa

að þér.



Þegar nafnið var komið þá var að finna staðinn til að iðka og geta boðið fólki að koma í tíma og þróa sig áfram þangað sem YogaHofið er núna í dag.

Hugmyndin hefur þróast frá því að vera bara ég að kenna í að bjóða aðra kennara að njóta rýmisins með mér. Hugmyndafræðin er þó að vera ekki Studio heldur hver kennari er á á eigin vegum og haldi utan um sína nemendur sjálfir, sjái um allt sem viðkemur sinni kennslu. Allir kennarar eru velkomnir að njóta samveru í salnum og vinna saman að því að kenna og vera til staðar fyrir iðkendur. Með þessu fylgir frjálsræði fyrir kennarann og einnig fyrir yogaHofið,ábyrgðin er þá einungis salurinn sem er samvera okkar allra. En eins og svo margt annað í lífinu þá er allt breytilegt og aldrei að vita nema YogaHofið muni umbreytast aftur og í aðrar áttir.


'Eg vona að þú hafir haft gaman að því að lesa og fá að vita smá um ferli YogaHofsins.



Kæri lesandi

Um leið og ég lýk þessum kafla á blogginu mínu vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir tíma þinn og nærveru. Stuðningur þinn er mér mikils virði og ef þú hafðir gaman af lesningunni og HugleiðslHofinu, sendu mér hjarta eða skrifaðu athugasemd í bloggið,íhugaðu að gerast áskrifandi fyrir meira. Skuldbinding þín er kjarninn í þessu samfélagi.


Þakka þér fyrir að vera hluti af þessu ævintýri með mér.


Með þakklæti,

Rakel Eyfjörð


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page