Stoðkerfisjóga tímar eru ekki hefðbundir jógatíma því það er meiri áheyrsla lögð á að tengja huga og líkama saman til að ná markvissari árangri í æfingum.
Hvernig eru tímarnir?
Hvert program er hannað fyrir 4 vikur eða 8 skipti og iðkað er 2 sinnum í viku með kennara í Tímar í Beinni. Hinsvegar ef þú ert með áskrift í Video Tímar þá hefur þú meira frjálsræði með þína tímasettningu þar sem þú hefur aðgan í 30 daga frá kaupum.
Uphafið er mikilvægt
Hver tími byrjar á að jaðtengja sig og koma sér inn í umhverfið, draga athygglina að sér og sleppa því sem er fyrir utan okkur sjálf. Val er hvort þú vilt gera það standani,sitjandi eða lyggjandi. Hvað vill líkami þinn í dag ?
Það er mikilvægt að vera meðvitaður um líkamann og í líkamanum þegar við stundum Stoðkerfisjóga.
Samhæfa öndun og hreyfingu
Unnið er markvist að hverjum líkamsparti fyrir sig til að ná sem besta árangri og tengja öndun við hreyfingarnar,"samhæfa öndun og hreyfingu". Einfaldar það iðkun og losar fyrr um stirðleika og spennu í vöðvum,einnig ertu meðvitaður allan tíman á hvaða vöðva þú ert að vinna með hverju sinni. Dregur athyggli þín að þér allan tímann.
Jógabúnaður alltaf við hendina
Í öllum æfingum er notðaður einhverskonar jógabúnaður eða Props eins og það kallast á ensku. Búnaður í hefðbundu jóga er mest megnis jógaddýna og kubbar en í Stoðkerfisjóga er allt notað.
Búnaður er kubba,strappi,nuddrúllu,bolti,
nuddrúlla,jógapúði,teppi,koddi,og stól. Öll eru þau til að aðstoða líkaman svo þú getir aðlagað stöðurnar sem best að þér.
Aðstoð er allan tíman líka á netinu
Í tímunum eru gerðar góðar tegju æfingar,
léttar styrktar æfingar til að virkja innstu vöðva líkamans.Nuddað með mjúkri rúllu og bolta til að mykja vöðvana og losa um fasíuna. Síðast en ekki síst þá er lært að hlusta á líkama hverju sinni til að sýna sér myldi. Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.
Jóga Tímar í Beinni eru settir upp ca svona :
· 5- 10 mínútur jarðtengja sig/öndun
· 10 mínútur mjúk upphitun/tegjur
· 10-15 mínútur æfingar eftir líkamsparti
· 10-15 mínútur tegjur/rúlla
· 20 mínútur Slökun
Jóga Video Tímar eru eftirtarandi.
Það er raðaðir eftir stigi (Byrjandi-Millistig-Framhald) og einnig eftir hvaða líkamspart þú ert að vinna með í tímanum (Fætur-Hendur-Bak-Brjóskassi-Háls-Tær-Fingur) og einnig (Efripartur- Neðripartur) Svo þú getur leitað eftir því sem hentar þér þann dag sem þú vilt iðka.
Kæri lesandi
Um leið og ég lýk þessum kafla á blogginu mínu vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir tíma þinn og nærveru. Stuðningur þinn er mér mikils virði og ef þú hafðir gaman af lesningunni og HugleiðslHofinu, sendu mér hjarta eða skrifaðu athugasemd í bloggið,íhugaðu að gerast áskrifandi fyrir meira. Skuldbinding þín er kjarninn í þessu samfélagi.
Þakka þér fyrir að vera hluti af þessu ævintýri með mér.
Með þakklæti,
Rakel Eyfjörð
Sæl Rakel, hvernig get ég borgað til sð vera með í videotímunum?
Ég sakna tímanna hjá þér alveg óskaplega
Kveðja Guðrún